Niðurstaða hönnunarsamkeppni um tillögur að breyttu deiliskipulagi.

Inngangur

Deiliskipulagið á Kirkjusandsreit var endurskoðað í heild á árunum 2014-2016. Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn, ásamt greinargerð, var samþykkt í borgarráði þann 28. apríl 2016 og tók gildi með birtingu í B-deild stjórnartíðinda þann 28. júní 2016. Nýtt deiliskipulag gerði ráð fyrir blandaðri byggð íbúðarhúsnæðis og atvinnustarfsemi á reitnum. Einnig gerði það ráð fyrir að gamla frystihúsið á Kirkjusandi 2, sem breytt hafði verið í skrifstofuhúsnæði, myndi standa áfram. Í lok árs 2015, þegar nýja deiliskipulagið var í auglýsingarferli, fundust rakaskemmdir í skrifstofuhúsnæðinu, sem voru rannsakaðar ítarlega í byrjun árs 2016. Niðurstaða þeirra rannsókna varð til þess að skrifstofuhúsið var rýmt í nokkrum áföngum til byrjun árs 2017.

Frekari rannsóknir á skrifstofuhúsinu við Kirkjusand 2 leiddu í ljós að húsið er það illa farið af rakaskemmdum að rífa þarf skrifstofuhúsið, sem kallar á heildarendurskoðun á þessari lóð. Útfærsla lóðar A í deiliskipulaginu frá 2016 tók mið af skrifstofuhúsinu og heimilaði viðbyggingar. Þessi lóð stingur í stúf við aðrar lóðir í nýju skipulagi, þar sem skrifstofuhúsið er mun innar á lóðinni en byggingar aðliggjandi lóða og stendur lægra í landi en aðliggjandi götur og lóðir.

Því var ráðist í þessa samkeppni til að endurskoða deiliskipulag lóðar A, Kirkjusands 2, í heildarsamhengi gildandi deiliskipulags í ljósi þess að gamla frystihúsið verði rifið.

Inngangur

  • Að útfæra skipulag á lóð A í samræmi og betra samhengi við aðrar lóðir á Kirkjusandsreit.
  • Að á lóð A verði, eins og annars staðar á Kirkjusandsreit, gangandi og hjólandi vegfarendur í fyrirrúmi og að hugað verði að borgarrýmum sem styðja við fjölbreytt mannlíf á svæðinu.
  • Áhersla er lögð á raunhæfni tillögunnar, hagkvæmni og sveigjanleika í uppbyggingu.
  • Að auka nýtingarhlutfall lóðarinnar þannig að það verði sambærilegt við aðra reiti á svæðinu, þannig að það rúmist innan lóðar.
  • Að breyta notkun lóðarinnar verulega í þá átt að þar verði að meirihluta íbúðarhúsnæði í stað atvinnuhúsnæðis.
  • Að gamla frystihúsið verði endurbyggt í upprunalegum stíl en þó miðað við nútíma kröfur með tilliti til fyrirhugaðrar notkunar, staðsetningar og afstöðu.
  • Að íbúðarhúsnæði á svæðinu sé hægt að byggja á hagkvæman hátt, með annars vegar fyrstu kaupendur og hins vegar fjölskyldufólk í huga.
  • Tilhögun samkeppninnar

    Samkeppnin var lokuð framkvæmdakeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Verkkaupi er fjárfestingasjóðurinn Langbrók sem er lóðarhafi á Kirkjusandi 2. Forsögn samkeppninnar var unnin í samstarfi við skipulagssvið Reykjavíkurborgar.

    Þáttakendur

    Verkkaupi bauð eftirtöldum arkitektastofum þátttöku í lokaðri framkvæmdakeppni:
    Gláma Kím
    Kurt og Pí
    Studio Arnhildur Pálmadóttir
    THG arkitektar

    Tillögur

    Öllum tillögum þátttakenda var skilað með rafrænum hætti í gegnum wetransfer.com til trúnaðarmanns fyrir kl. 16:00 þann 16. júní 2020. Tillögum var skilað undir nafnleynd ásamt nafnamiða, sem var í vörslu trúnaðarmanns þar til niðurstaða dómnefndar lá fyrir. Tillögur voru afhentar sem pdf. skrá, viðmiðunarstærð A3, lárétt, hámarksfjöldi tillöguarka 6 stk. Gerð var krafa um yfirlitsmynd í mælikvarða 1:2000, afstöðumynd og sneiðingar í mælikvarða 1:500 ásamt greinargerð, húsa- og magnskráyfirliti bygginga. Þrívíddarmyndir og aðrar skýringarmyndir voru að vali höfunda.

    Dómnefnd og dómstörf

    Tilnefndir af fjárfestingarsjóðnum Langbrók:
    Jónas Þór Jónasson sjóðsstjóri og formaður dómnefndar
    Kristján Eggertsson arkitekt FAÍ.

    Tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands:
    Sigríður Magnúsdóttir, arkitekt FAÍ.

    Ritari dómnefndar var Bjargey Björgvinsdóttir,
    verkfræðingur og arkitekt FAÍ.

    Trúnaðarmaður samkeppninnar var Helga Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri Arkitektafélags Íslands.

    Niðurstaða dómnefndar

    Allir fjórir aðilarnir sem boðin var þátttaka í þessari samkeppni skiluðu inn fullgildum tillögum sem teknar voru til dóms. Dómnefnd mat tillögurnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem skilgreindar voru í forsögn og listaðar eru upp hér að framan.

    Veitt verða verðlaun og þóknanir að heildarfjárhæð kr. 8.000.000,-. Verðlaun fyrir vinningstillöguna eru kr. 1.000.000,-. Öllum fjórum aðilunum sem tóku þátt í þessari framkvæmdakeppni verða greiddar 1,75 m.kr. Framangreindar fjárhæðir eru án vsk.

    Tillögurnar sem bárust í keppnina voru allar vel unnar og endurspegla ólíka nálgun, áherslur og útfærslur. Dómnefnd var einróma í afstöðu sinni til tillagnanna. Ein tillaga var valin til verðlauna og mælir dómnefnd með því að vinningstillagan verði unnin áfram sem nýtt deiliskipulag fyrir
    Kirkjusand 2, lóð A á Kirkjusandsreit.

    Vinningstillaga sem hlýtur kr. 1.000.000,-
    Tillaga 75866

    Um Langbrók

    Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis aute irure dolor in reprehenderit in voluptate velit esse cillum dolore eu fugiat nulla pariatur. Excepteur sint occaecat cupidatat non proident, sunt in culpa qui officia deserunt mollit anim id est laborum.

    Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis aute irure dolor in reprehenderit in voluptate velit esse cillum dolore eu fugiat nulla pariatur. Excepteur sint occaecat cupidatat non proident, sunt in culpa qui officia deserunt mollit anim id est laborum.